Meistaramótið í Betri bolta – úrslit

Meistaramótið í Betri bolta – úrslit

Meistaramótið í Betri bolta var leikið á Korpunni í dag, lykkjur mótsins voru Sjórinn/Áin og voru 140 keppendur eða alls 70 lið skráð til leiks. Þetta var sjötta og síðasta umferðin fyrir lokamótið sem haldið verður í Kiðjabergi þann 29. ágúst næstkomandi.

Fimm punktahæstu liðin í móti dagsins hafa nú unnið sér inn keppnisrétt á lokamótinu. Sigurvegarar á mótinu í dag urðu þeir Hjalti Pálmason og Finnur Eiríksson sem luku leik á 47 punktum og urðu helstu úrslit mótsins þessi:

  1. Hjalti Pálmason og Finnur Eiríksson, 47 punktar
  2. Ríkharður Daðason og Stefán Már Stefánsson, 46 punktar
  3. Jóhann Þorvarðarson og Magnús Stefánsson, 45 punktar
  4. Arnar Guðnason og Jónas Þór Gunnarsson, 44 punktar
  5. Svavar Geir Svavarsson og Etna Sigurðardóttir, 43 punktar (best á síðustu 6 holum)

Nándarverðlaun:
3.braut – Finnlaugur Pétur Sigurðsson, 80cm
6.braut – Ríkharður Daðason, 159cm
9.braut – Hilmar Helgi Sigfússon, 241cm
13.braut – Ragnhildur Sigurðardóttir, 33cm
17.braut – Jón Ingþórsson, 203cm

Lengsta drive 15. braut – konur: Sara Jónsdóttir
Lengsta drive 15. braut – karlar: Rafn Magnús Jónsson

Við óskum sigurvegurum dagsins og öðrum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur og þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í mótinu. Hægt verður að nálgast vinninga úr mótinu hjá skrifstofu klúbbsins frá kl. 12:00 á þriðjudag, 10. ágúst.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Meistaramótið í Betri bolta

 

 

Til baka í yfirlit