Meistarmótið í Betri bolta leikið á Korpúlfsstaðavelli laugardaginn 7. ágúst

Meistarmótið í Betri bolta leikið á Korpúlfsstaðavelli laugardaginn 7. ágúst

Meistaramótið í Betri bolta verður leikið á Korpúlfsstaðavelli laugardaginn 7. ágúst. Mótið á Korpúlfsstaðavelli er síðasta umferðin fyrir lokamótið sem verður í Kiðjabergi sunnudaginn 29. ágúst. Þátttaka í íslenska lokamótinu er þeim sem vinna sér inn sæti þar að kostnaðarlausu. Í lokamótinu er keppt um sæti á heimsmeistaramótinu í Betri bolta sem fram fer á Algarve í Portúgal. Fulltrúar Íslands í Portúgal fara þangað sér að kostnaðarlausu. 

Lykkjur mótsins á Korpúlfsstaðavelli verða Sjórinn/Áin og er ræst út frá kl. 08:00. Hámarksforgjöf er gefin 32 fyrir karla og 36 fyrir konur. Keppendur frá ¾ af sinni forgjöf í mótinu þar sem um betri bolta er að ræða.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótið og er þátttökugjald kr. 5.700 sem greiðist við skráningu.

Leiðbeiningar um skráningu:
Skráning í mótið fer fram í rástímaskráningu í Golfbox og er eingöngu hægt að bóka tvo leikmenn (eitt lið) í hvert holl. Valinn er völlurinn „Meistaramótið í Betri bolta“ hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á dagsetningu mótsins 07.08.2021. ATH! Rástímarnir birtast á 5 mínútna fresti en þeir sem eru skráðir kl. 08:00 og 08:05 fara saman út kl. 08:00 – 08:10 og 08:15 fara saman út kl. 08:10 o.s.frv. Daginn fyrir mót verður réttur rástímalisti sendur á keppendur.

ATH! Þátttakendur í Meistaramótinu í Betri bolta verða að hafa náð 18 ára aldri. 

Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin auk þess sem 5 efstu vinna sér inn þátttökurrétt á lokamótinu í Kiðjabergi:

  1. Þátttaka á lokamótinu í Kiðjabergi
    Gasgrill x2
    Gjafakort frá Selected að upphæð 20.000 kr. x2
    Kassi af Stella Artois x2
    Muga Reserva rauðvínsflaska* x2
    Platinum kort í Básum* x2

  2. Þátttaka á lokamótinu í Kiðjabergi
    Gjafakort á Apótek Restaurant að upphæð 10.000 x2
    Kassi af Stella Artois* x2
    Gullkort í Básum x2 

  3. Þátttaka á lokamótinu í Kiðjabergi
    Gjafakarfa frá Innnes x2
    Kassi af Stella Artois* x2
    Silfurkort í Básum x2

  4. Þátttaka á lokamótinu í Kiðjabergi

  5. Þátttaka á lokamótinu í Kiðjabergi

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum:
Gjafabréf fyrir 4 á velli GR sem gildir út sumarið 2022

Lengsta drive karla og kvenna á 15. braut: 
Gjafabréf fyrir 2 á velli GR sem gildir út sumarið 2022
Gjafabréf hjá Korpa klúbbhús að verðmæti kr. 10.000

Sigurvegarar íslenska lokamótsins, og þar með fulltrúar Íslands í heimsmeistaramótinu öðlast rétt til að taka þátt í International Pairs sem er einn stærsti viðburður sinnar tegundar í heiminum og óopinber heimsmeistarakeppni áhugamanna í betri bolta. International Pairs verður haldið í Portúgal í október 2021 og er ferðin vinningshafanum að kostnaðarlausu.

*Ef vinningshafi hefur ekki náð 20 ára aldri er ekki hægt að afhenda áfenga vinninga.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1
 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Dóra Eyland og er með netfangið dora@grgolf.is

ATH! Vinninga er hægt að nálgast á skrifstofu klúbbsins til 30. september 2021

Til baka í yfirlit