Munar ekki miklu á efstu sætum í púttmótaröð kvenna

Munar ekki miklu á efstu sætum í púttmótaröð kvenna

Það voru 115 GR konur sem mættu á sjöunda púttkvöldið, Helga Tryggvadóttir var á besta skori kvöldsins, 26 höggum.

Við viljum þakka konum alveg sérstaklega vel fyrir hvað var vel tekið í þessar breytingar sem við gerðum í gær. Húrra fyrir ykkur!

Staðan í mótinu eftir sjö skipti er þannig að Ásta Óskarsdóttir er efst á 115 höggum, Lára Eymundsdóttir, Linda Björk Bergsveinsdóttir, Signý Marta Böðvarsdóttir og Sólveig Pétursdóttir eru í öðru sæti á 116 höggum og svo raðast kylfingar á eftir þeim og munar ekki miklu á milli efstu sæta.

Þetta er farið að verða spennandi eins og sjá má í meðfylgjandi stöðu - Stadan_10.mars_2020.pdf

Við látum ykkur vita hvernig næsta púttkvöld verður í byrjun næstu viku.

Hlökkum til að sjá ykkur kátar og glaðar!

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit