Nóg um að vera hjá afreksfólki klúbbsins næstu daga

Nóg um að vera hjá afreksfólki klúbbsins næstu daga

Það er óhætt að segja að nóg sé framundan á komandi helgi hjá afreksfólki klúbbsins.

Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru tveir af fimm íslenskum kylfingum sem hefja leik á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á morgun. Hinir þrír sem taka þátt eru þeir Axel Bóasson (GK), Bjarki Pétursson (GKB) og Rúnar Arnórsson (GK).

Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) er í 4. sæti á stigalistanum mótaraðarinnar en hann hefur nú þegar tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni með því að sigra á þremur mótum á tímabilinu. Guðmundur tekur þátt á KPMG mótinu sem haldið verður í Belgíu núna um helgina, keppni fer fram á Millenium Golf sem er rétt við bæinn Paal í Beringen og hefst á morgun, fimmtudag.

Stigalista Nordic Tour atvinnumótaraðarinnar er að finna í heild sinni hér

Að lokum er það Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún verður meðal keppenda á Cambia Portland Classic um helgina sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Þetta er áttunda mótið á tímabilinu hjá Ólafíu á LPGA mótaröðinni 2019. Hún hefur náð að komast í gegnum niðurskurðinn á einu móti á þessu tímabili þar sem hún endaði í 74. sæti.

Ólafía Þórunn hefur leikið á alls átta mótum á Symetra mótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Bandaríkjnum. Þar hefur hún komist í gegnum niðurskurðinn á fimm mótum. Besti árangur hennar á árinu er 45. sæti.

Við óskum öllu okkar fólki góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með leik um helgina.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit