Keppni á Nordic Tour atvinnumótaröðinni hófst á Spáni síðastliðinn sunnudag og eru fimm íslenskir kylfingar meðal keppenda, þar af þrír GR-ingar, þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson. Ásamt þeim eru það Axel Bóasson úr GKG og Aron Bergsson sem búsettur er í Svíþjóð.
Keppnin, SGT Winter Series Lumine Hills Open stendur fram til sunnudagsins 3. mars og er leikið á tveimur keppnisvöllum – Hills og Lakes. Fyrstu þrír hringirnir eru leiknir á Hills vellinum og lýkur leik þar í dag. Á föstudag, 1. mars, hefst svo keppni á Lakes vellinum þar sem einnig verða leiknir þrír hringir og lýkur keppni þar á sunnudag.
Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér
Við óskum íslensku kylfingunum góðs gengis á Spáni í dag og næstu daga.
Golfklúbbur Reykjavíkur