Nordic Tour atvinnumótaröðin - Haraldur Franklín í 5. sæti

Nordic Tour atvinnumótaröðin - Haraldur Franklín í 5. sæti

Vetrarmótaröð Nordic Tour atvinnumótaraðarinnar lauk á Lumine svæðinu á Spáni í gær. Mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu og voru fimm íslenskir kylfingar sem tóku þátt, þar af þrír GR-ingar. Haraldur Franklín Magnús lék frábært golf á tveimur síðustu hringjunum (72-68-68) og endaði í 5. sæti á 8 höggum undir pari.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk leik á 5 höggum undir pari og endaði í 13. sæti (71-67-71). Andri Þór Björnsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hann lauk leik á alls 15 höggum yfir pari. Þeir Aron Bergsson, sem skráður er í sænskan klúbb á þessu móti og Axel Bóasson náðu heldur ekki í gegnum niðurskurðinn. Aron lauk leik á 5 höggum yfir pari og Axel kláraði keppni á 7 höggum yfir pari.

Fyrir mótið var Guðmundur Ágúst efstur á stigalistanum á Nordic Tour en að mótinu loknu er hann í 3. sæti, Haraldur Franklín er í 11. sæti á stigalistanum.

Það er að miklu að keppa á stigalista Nordic Tour. Fimm stigahæstu í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinin (Challenge Tour)  sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu á eftir sjálfri Evrópumótaröðinni.

Lokastöðu úr mótinu má sjá hér

Stigalistann í heild sinni má sjá hér

Flottur árangur hjá okkar strákum og óskum við þeim til hamingju með sinn árangur. 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit