Nú styttist í að vetrarstarf GR kvenna hefjist

Nú styttist í að vetrarstarf GR kvenna hefjist

Sælar kæru GR konur og gleðilegt ár með þökkum fyrir ánægjulega samveru á liðnum árum,

Nú er kominn tími til að fara að dusta rykið af kylfunum því það styttist nefnilega í að vetrarstarfið okkar GR kvenna hefjist með hinni árlegu púttmótaröð.

Við hefjum leik þriðjudaginn 24.janúar á Korpunni. Spilað verður á þriðjudögum og fyrirkomulagið er hið sama og undanfarin ár. Mótaröðin verður nánar auglýst þegar nær dregur.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur, vonandi sem flestar, í vetur, vor og í sumar.

Kær kveðja
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit