Ný golfnámskeið hjá Arnari Snæ í september

Ný golfnámskeið hjá Arnari Snæ í september

Ný frábær golfnámskeið eru komin á dagskrá hjá Arnari Snæ í september. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn er alltaf rétti tíminn til að læra eitthvað nýtt og ná betri tökum á sveiflunni. Eftirfarandi námskeið verða í boði í september:

  • Almennt námskeið – Skemmtilegt námskeið fyrir alla
  • Byrjendanámskeið – Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref
  • Framhaldsnámskeið – Fyrir þá sem vilja koma leiknum sínum af byrjenda stiginu

Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru sex kylfingar. Kennari er Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is 

Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér fyrir neðan. 

Almennt námskeið
Frábært námskeið fyrir alla kylfinga sem vilja ná betri tökum á golfleiknum þar sem sértaklega verður farið í teighögg og vipp. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 19:00-20:00 á mánudögum og miðvikudögum og klukkan 10:00-11:00 á laugardögum. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 4.september og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

4.sept:    Básar – Sveifla
7.sept:    Básar – Lengri teighögg
9.sept:    Básar – Stuttaspil
11.sept:  Básar – Lengri kylfur
14.sept:  Básar – Sveifla/teighögg

Verð 18.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Byrjendanámskeið í golfi
Námskeiðið er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl 18:00-19:00 og á laugardögum frá 09:00-10:00. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið miðvikudaginn 4.september í Básum, Grafarholti:

4.sept.    miðvikudagur
7.sept.    laugardagur
9.sept.    mánudagur
11.sept.  miðvikudagur
14.sept.  laugardagur

Verð 18.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)
 

Framhaldsnámskeið
Frábært námskeið fyrir kylfinga sem vilja koma leiknum af byrjenda stiginu. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 20:00-21:00 á mánudögum og miðvikudögum og laugardögum frá 11:00 – 12:00. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 4.september og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

4.sept:    Básar – Sveifla
7.sept:    Básar – Lengri teighögg
9.sept:    Básar – Stuttaspil
11.sept:  Básar – Lengri kylfur
14.sept:  Básar – Sveifla/teighögg

Verð 18.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Til baka í yfirlit