Nýir rekstaraðilar veitingasölu í klúbbhúsi Korpu

Nýir rekstaraðilar veitingasölu í klúbbhúsi Korpu

Undirritaður hefur verið nýr samningur um rekstur veitingasölu í klúbbhúsi Korpu til næstu fjögurra ára. Það eru hjónin Guðmundur Viðarsson og Mjöll Daníelsdóttir sem hafa tekið við rekstrinum en þau komu að rekstri golfskálans í Grafarholti á síðasta ári og eru því félagsmönnum kunn.

Þau Guðmundur og Mjöll hafa komið víða við í veitingarekstri í gegnum árin og ráku meðal annars Kaffivagninn á Granda. Auk þess hafa þau séð um rekstur veiðihúsa – í Norðurá, Langá, Hítará og Laxá í dölum en á þeim tíma var veiðin einnig þeirra helsta áhugamál, í dag hefur golfið tekið yfirhöndina og liggur því beinast við að koma að rekstri sem tengir þau áhugamálinu.

Matseðillinn sem félagsmenn mega vænta á Korpunni í sumar verður fjölbreyttur, boðið verður upp á súpur, fiskrétti og steikur af matesðli. Korpuborgara og kjúklingasamloku verður að finna ásamt fleiri réttum á grillseðli. Einnig verður boðið upp á léttari rétti og vegan fyrir þá sem kjósa auk smáréttaseðils – spennandi úrval rétta.

Um leið og við bjóðum þau Guðmund og Mjöll velkomin viljum við þakka Herði Traustasyni og hans góða fólki fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna á undanförnum árum og óskum þeim alls hins besta á nýjum slóðum.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit