Nýir rekstraraðilar Grafarholtsskála – Holtið Klúbbhús

Nýir rekstraraðilar Grafarholtsskála – Holtið Klúbbhús

Grafarholtsskáli fékk upplyftingu nú á vormánuðum og hafa nú nýir rekstraraðilar einnig tekið við veitingasölu skálans. Veitingastaðurinn hefur nú fengið nafnið Holtið Klúbbhús en þeir sem standa að baki rekstrinum eru þau Guðmundur Viðarsson, Mjöll Daníelsdóttir og Karen Guðmundsdóttir, þau sömu og hafa séð um rekstur klúbbhússins á Korpu – Korpa Klúbbhús, frá áramótunum 2018/2019 við góðar viðtökur félagsmanna og annara gesta.

Þau Guðmundur og Mjöll hafa komið víða við í veitingarekstri í gegnum árin, þau ráku meðal annars Kaffivagninn á Granda og hafa séð um rekstur fjölmargra veiðihúsa. Karen hefur komið inn í reksturinn með þeim og mun að mestu sjá um reksturinn í Grafarholti.

Matseðillinn sem félagsmenn mega vænta í Grafarholti í sumar verður með svipuðu sniði og hefur verið á Korpunni. Boðið verður upp á fjölbreytta rétti - súpur, fiskrétti og steikur, hamborgara auk þess sem alltaf verður boðið upp á rétti dagsins. Einnig verður boðið upp á léttari rétti og vegan fyrir þá sem kjósa auk smáréttaseðils.

 

Vefsíða Klúbbhús
Facebook síða Klúbbhús

Við bjóðum Guðmund, Mjöll, Karen og allt þeirra starfsfólk velkomin í Grafarholtið og hlökkum til samstarfsins á komandi sumri.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit