Nýjung fyrir félagsmanninn: morgunæfingar í golfi

Nýjung fyrir félagsmanninn: morgunæfingar í golfi

Golfklúbbur Reykjavíkur býður nú í sumar uppá golfæfingar fyrir félagsmenn 30 ára og eldri. Æfingarnar fara fram í Básum og Grafarkotsvelli undir stjórn golfkennaranna Inga Rúnars Gíslasonar og Margeirs Vilhjálmssonar.

Æfingarnar fara fram á miðvikudögum og fimmtudögum í júní hefjast kl. 7:15 og þeim lýkur kl. 8:30.  Höfuðáhersla verður lögð á stutta spilið með það að markmiði að gera leikmennina betri og lækka skorið. Stuðst verður við æfingar sem afreksmenn klúbbsins hafa notað með góðum árangri.

Æfingarnar verður dagana 5.,6.,12.,13.,19.,20.,26. og 27. júní. Kjörið æfingaprógramm fyrir meistaramót.

Verð kr. 7.900 á mann fyrir mánuðinn – skráning og greiðsla fer fram hér

Til baka í yfirlit