Nýjung í mótahaldi - Opna Heimsferðir, opið mót í 7 daga

Nýjung í mótahaldi - Opna Heimsferðir, opið mót í 7 daga

Golfklúbbur Reykavíkur í samvinnu við Heimsferðir ætla að hrinda af stað nýjung í mótahaldi - opið mót sem stendur yfir í 7 daga. Verðmæti vinninga er 700.000 kr. Mótið stendur yfir frá mánudeginum 25. júní til og með sunnudagsins 1. júlí og verður leikið á Grafarholtsvelli alla dagana.

Skráning fer einungis fram í rástímaskráningu á golf.is. Gefa þarf upp nafn og kennitölu og ganga frá  mótsgjaldi í golfbúð áður en leikur hefst. Að hring loknum skila keppendur skorkorti í þar til gerðan skorkortakassa sem staðsettur verðu í golfbúðinni á opnunartíma eða í sama kassa í matsal að hring loknum.

Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir sex efstu sætin í punktakeppni og tvö efstu sætin í höggleik. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 holum alla dagana. Mótgjald er 3.000 kr og er innifalið 20 boltar í Básum fyrir hring. Hámarks forgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Aðeins er hægt að leika einn hring í mótinu.

Glæsilegir ferðavinningar í boði að verðmæti 700.000 kr. frá Heimsferðum, verðlaunaafhending verður kynnt í mótsviku.

Punktakeppni:

  1. Morocco: Iberostar Founty Beach Agadir, 7 nætur fyrir 2 í double herbergi. Allur matur innifalinn.
  2. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 4 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf
  3. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 3 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf
  4. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 2 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf
  5. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 2 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf
  6. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 2 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf

Höggleikur:

  1. Spánn: Iberostar Andalucia Playa 3 nætur fyrir 2 í double herbergi með morgunverð & 2 dagar í ótakmarkað golf
  2. Spánn: La Sella Golf Resort, 1x gjafabréf, 2 nætur með morgunverð, 2x aðgangur að Spa & 2 dagar í ótakmarkað golf 

Nándarverðlaun alla dagana:  Gullkort í Bása að verðmæti 5.950 kr.               

                        

Til baka í yfirlit