Sand Valley Golf Resort er nýr samstarfsaðili Golfklúbbs Reykjavíkur í Póllandi og ætlar að bjóða félagsmönnum upp á sérkjör á „Stay & Play“ pökkum hjá sér á árunum 2020-2021. Sand Valley Golf Resort var tilnefndur af Golf World Magazine sem besti golfvöllur Póllands og númer 78 í röðinni yfir bestu golfvelli Evrópu árið 2019.
Golfvöllurinn
Golfvöllurinn liggur í ca. 45 mínútna fjarlægð frá Gdansk og er 18 holu völlur (par 72) sem nær yfir 80 hektara land í sveitum Póllands. Á vellinum hefur Lotos Polish Open (atvinnumótaröð) verið haldið í tvígang, árið 2013 og 2014. Á svæðinu er einnig að finna glæsilegt klúbbhús, 6 holu (par 3) æfingavöll, æfingasvæði með 20 yfirbyggðum básum og stórt púttsvæði til æfinga.
Hér má sjá kynningarmyndband: Poland's #1 Golf Destination - Sand Valley Golf Resort
Aðstaða
Sand Valley svæðið er útbúið litlum villum sem hýsa allt frá 6-12 manns. Hverri villu fylgir sauna, fullbúið eldhús og frítt wifi, stærri húsunum fylgir einnig einkasundlaug. „Stay & play“ pakkarnir sem boðið er upp á eru settir saman með það að markmiði að gestir fái að njóta þess að vera í hinu fullkoma golffríi, slaka á með fjölskyldu og vinum og það á bestu kjörunum.
Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur njóta sérkjara hjá Sand Valley og geta valið á milli þess að vera í 5, 7 eða 9 daga. Innifalið í pakkanum er akstur til og frá flugvelli, gisting, ótakmarkað golf, aðgangur að æfingasvæðum og þriggja rétta kvöldverður í klúbbhúsi alla dagana.
Verð til félagsmanna GR eru þessi:
- Stay & Play 5 = €599 (82.734 m.v. gengi 07/11)
- Stay & Play 7 = €745 (102.900 m.v. gengi 07/11)
- Stay & Play 9 = €920 (127.070 m.v. gengi 07/11)
Paul O‘Connor er tengiliður okkar hjá Sand Valley Golf Resort, hann veitir frekari upplýsingar og tekur á móti bókunum í gegnum netfangið paul.oconnor@sandvalley.pl - taka skal fram við bókun að gestir séu félagsmenn GR og framvísa félagsskírteini þegar mætt er á staðinn.
Þetta er annar völlurinn í Póllandi sem félagsmönnum gefst nú kostur á að heimsækja á sérkjörum og ljóst að golfferðir eru orðnar tíðari til Austur Evrópu en áður þekktist.
Við vonumst til að félagsmenn nýti sér það að kynnast Sand Valley Golf Resort á komandi tímabili.
Góða helgi!
Golfklúbbur Reykjavíkur