Nýtt alþjóðlegt forgjafarkerfi tekur gildi 1. mars 2020

Nýtt alþjóðlegt forgjafarkerfi tekur gildi 1. mars 2020

Á árinu 2020 munu sex forgjafarkerfi sameinast í eitt fyrir allan heiminn. Nýju reglurnar gera kylfingum fært að nota sína forgjöf á hvaða golfvelli sem er í heiminum og keppa eða leika golfhring sér til skemmtunar með hverjum sem er á heiðarlegum og jöfnum forsendum. Reglurnar kallast á ensku World Handicap System (WHS) og munu taka gildi hér á landi 1. mars 2020.

Verið er að leggja lokahönd á útgáfu þessara reglna hjá USGA og R&A. Golfsamband Íslands hefur þýtt reglurnar að stærstum hluta og áætlar að gefa þær út í byrjun árs 2020. Golfsambandið mun líka á næstu vikum og mánuðum koma á framfæri kynningarefni sem mun vera kynnt vel fyrir félagsmönnum hér á grgolf.is og öðrum miðlum félagsins.

Spurt & svarað um nýjar forgjafarreglur á golf.is má finna hér golf.is/forgjof

Nánari upplýsingar um forgjafarreglurnar 2020 - World Handicap System er að finna á vefsíðunni whs.com, sem er upplýsingasíða frá R&A og USGA.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér upplýsingar um nýtt forgjafarkerfi á golf.is og munum einnig miðla upplýsingum hér á grgolf.is þegar þær berast.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit