NÝTT: Bókaðir rástímar staðfestir með Golfbox appi

NÝTT: Bókaðir rástímar staðfestir með Golfbox appi

Frá og með opnun valla verða nýjungar í staðfestingu bókaðra rástíma, framvegis þurfa félagsmenn ekki að staðfesta sig með félagsskírteini í skanna. Notast verður við staðfestingu í gegnum Golfbox app.

Til að virkja appið þarf að byrja á að sækja það í Playstore fyrir Android eða Appstore fyrir Apple og notast við sömu innskráningarupplýsingar og notaðar eru í Golfbox kerfið. Bókaðir rástímar eru svo staðfestir í gegnum appið þegar kylfingar eru komnir í innan við 1 km radíus við velli GR. Rástímar verða áfram birtir á tölvuskjá við klúbbhús.

Til að þetta virki sem skildi þurfa kylfingar að leyfa appinu að nota staðsetningargögn (GPS) símans þegar það er notað. Þegar þú setur appið inn á símann þinn þá ertu beðin(n) um að gefa aðgang að staðsetningargögnum og er einnig hægt er að breyta þessu í gegnum stillingar á símanum.

Ef sjálfvirk staðfesting með staðsetningargögnum er ekki virk þá er líka hægt að staðfesta rástíma handvirkt með því að velja rástímann og smella á "Staðfesta".

Ef þú átt bókaðan rástíma og vilt staðfesta að þú sért mætt/ur.

  • Veldu rástímaskráning.
  • Veldu "Mínir rástímar" eða finndu rástímann þinn og smelltu á hann.
  • Smelltu á "Staðfesta" mætingu.

Þeir kylfingar sem notast ekki við snjallsíma þurfa að staðfesta sig í bókaðan rástíma í golfverslun. Við bendum þeim kylfingum á að gefa sér góðan tíma og sýna starfsfólki okkar þolinmæði því viðbúið er að röð myndist vegna þessa í golfverslun fyrst um sinn.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit