Nýtt tölvukerfi fyrir kylfinga fer í loftið 1. mars

Nýtt tölvukerfi fyrir kylfinga fer í loftið 1. mars

Þann 1. mars næstkomandi munu golfklúbbar landsins opna á nýtt tölvukerfi sem kallast GolfBox. GolfBox hefur frá árinu 2003 rekið og þróað hugbúnaðarkerfi fyrir golfklúbba, golfsambönd og mótshaldara. Kerfið hefur verið í notkun í tugum landa með góðum árangri og er leiðandi lausn á markaði Kerfið býr yfir fullkomnu mótakerfi, nýju forgjafarkerfi (WHS), rástímakerfi og ýmsum öðrum möguleikum sem styðja við starfsemi golfklúbba. Allir virkir kylfingar í golfklúbbum innan GSÍ fá slóð til að stofna sinn aðgang í GolfBox eftir 1. mars nk.

Golfapp
Með nýja golfappinu frá GolfBox geta kylfingar sinnt öllu í kringum golfið hvar og hvenær sem er á einum stað. Í appinu er hægt að skrá sig í rástíma og mót, skrá forgjafarhringi, bóka kennslu hjá golfkennara, bætt við golfvinum, séð allt um tölfræðina og margt fleira.

Golfbox tölvukerfið verður auglýst nánar fyrir kylfingum þegar nær dregur. 

Til baka í yfirlit