Öðrum keppnisdegi af fjórum lokið – rástímar morgundagsins birtir á golf.is

Öðrum keppnisdegi af fjórum lokið – rástímar morgundagsins birtir á golf.is

Í dag var annar keppnisdagur af fjórum í fjögurra daga keppni Meistaramóts GR og hafa nú allir flokkar lokið leik, stöðu í mótinu er hægt að sjá á golf.is en eftir tvo keppnisdaga eru þau Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnhildur Sigurðardóttir efst í meistaraflokkum.  

Á morgun hefja leik á Korpunni meistaraflokkur karla og kvenna ásamt 2.flokki karla og kvenna en þessir flokkar léku fyrstu tvo dagana í Grafarholti. Rástíma flokkana hafa verið birtir á golf.is og er að finna undir "Meistaramót GR 2018 - 4 dagar Mfl.kk&kvk & 2.fl kk&kvk"

1.flokkur karla og kvenna leika seinni tvo dagana í Grafarholti og er þeirra rástíma einnig að finna á golf.is undir "Meistaramót GR 2018 - 4 dagar 1.flokkur kk&kvk"

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit