Október framundan: þjónusta í klúbbhúsum lokar - vellir áfram opnir fyrir félagsmenn

Október framundan: þjónusta í klúbbhúsum lokar - vellir áfram opnir fyrir félagsmenn

Nú styttist heldur betur í annan enda golftímabilsins 2021 sem hefur verið ánægjulegt og vonum við að félagsmenn hafi notið þess að leika á völlunum okkar í sumar. Frá og með föstudeginum 1. október mun öll þjónusta, golfverslanir og veitingasölur, loka í klúbbhúsum.

Vellir verða áfram opnir félagsmönnum á meðan veður leyfir en tilkynningar settar inn í rástímabókun á Golfbox ef um lokanir er að ræða og hvetjum við félagsmenn til að fylgjast með þar þegar kalt er í veðri.

Félagsmenn geta nýtt inniæfingaaðstöðu á efri hæð Korpunnar og verður klúbbhús opið þó að almenn þjónusta liggi niðri. Hægt verður að nýta salernisaðstöðu við 6. og 15. teig Korpu og við 10. teig Grafarholtsvallar eitthvað áfram.

Æfingasvæði Bása er opið alla daga vikunnar en þar tekur við vetraropnun frá og með föstudeginum 1. október – opnunartíma má sjá hér

Skrifstofa klúbbsins er opin alla virka daga frá kl. 09-16 og bendum við félagsmönnum á að hafa samband þangað ef eitthvað er.

Við þökkum kærlega fyrir golftímabilið sem nú er að líða og vonum að veðurguðirnir leyfi okkur að halda völlum opnum eitthvað fram á haustið!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit