Október framundan – þjónusta í klúbbhúsum takmörkuð, vellir áfram opnir fyrir félagsmenn

Október framundan – þjónusta í klúbbhúsum takmörkuð, vellir áfram opnir fyrir félagsmenn

Nú líður senn að lokum þessa golftímabils sem hefur svo sannarlega verið alls konar en umfram allt þá vonum við að félagsmenn hafi notið þess að leika á völlunum okkar í sumar. Frá og með fimmtudegi 1. október mun þjónusta í klúbbhúsum verða takmörkuð. Veitingasala í klúbbhúsi Korpu verður opið með kaffiveitingar út sunnudaginn 4. október, þjónusta í klúbbhúsi Grafarholts mun loka frá og með morgundeginum en hægt verður að nýta klósettaðstöðu áfram, bæði í klúbbhúsi og á 10. teig.

Golfverslanir á báðum völlum munu einnig loka frá og með morgundeginum, 1. október. Við  bendum félagsmönnum á að hafa samband við skrifstofu ef eitthvað er.

Vellir verða áfram opnir félagsmönnum á meðan veður leyfir og verða tilkynningar settar inn í rástímabókun á Golfbox ef um lokanir er að ræða.

Við bendum á að æfingasvæði Bása er opið alla daga vikunnar og tekur vetraropnun gildi frá og með 1. október, opnunartíma má sjá hér

Við þökkum fyrir frábært golftímabil og vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir eitthvað fram á haustið!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit