Ólafía í 20.- 25. sæti eftir fyrstu tvo hringina

Ólafía í 20.- 25. sæti eftir fyrstu tvo hringina

Ólafía Þórunn lék annan hring sinn í gær á Pure Silk mótinu á Bahamas, hún lék hringinn á 68 höggum eða -5 og er því 7 höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Með þessum árangri komst Ólafía því í gegnum niðurskurðinn og endaði í 20.-25. sæti eftir 36 holur.

Fjórir bandarískir kylfingar eru í efstu sætunum en Brittany Lincicome er á -17 (64-65) og þar á eftir kemur Lexi Thompson á -16. Thompson átti frábæran hring í dag þar sem hún lék á 61 höggi eða -12.

Gerina Piller er á -14 (67-65) og Stacy Lewis er á -13 (66-67).

„Þetta var mjög skemmtilegur hringur, gaman að spila með þessum kylfingum. Mér líður mjög vel með þetta. Ég er ekki búinn að fara alveg yfir tölfræðina á þessum hring en ég var ekki með skolla sem er mjög gott. Það voru nokkur högg sem hefðu mátt vera betri og ég setti mig í nokkrar erfiðar stöður sem ég leysti ágætlega,“ sagði Ólafía Þórunn við golf.is rétt eftir hringinn á Ocean vellinum á Bahamas í dag. Ólafía fékk alls fimm fugla á hringnum en athygli vekur að hún náði ekki neinum á par 5 holunum. „Besti hringur minn í móti er -7 og þessi kemst því nálægt honum. En þetta er allavega besti hringurinn hjá mér á LPGA,“ sagði Ólafía Þórunn og var rokinn á æfingasvæðið þar sem hún ætlaði að pútta áður en sólin settist á Bahamas rétt fyrir kl. 17.30 að staðartíma.

Hægt er að fylgjast með stöðu í mótinu hér


Frétt fengin af golf.is

Til baka í yfirlit