Ólafía komst í gegnum niðurskurð á Marathon Classic – þriðji hringur leikinn í dag

Ólafía komst í gegnum niðurskurð á Marathon Classic – þriðji hringur leikinn í dag
Ólafía Þórunn leikur sinn þriðja hring á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í dag. Hún komst í gegnum niðurskurð með því að leika fyrstu tvo hringina á -1 og var jöfn í 54. sæti eftir gærdaginn. 

Ólafía lék fyrsta hringinn á parinu og vissi það fyrir annan dag að hún þyrfti að leika þann hring vel ef ætlaði hún sér áfram. Hún byrjaði annan hring sinn á 10. teig og lék fyrri níu holur á þremur höggum undir pari, á seinni níu fékk hún tvo skolla og lék á tveimur höggum yfir pari. Samtals var hún því á höggi undir pari eftir tvo hringi og tryggði sér sæti í móti helgarinnar.

Hér er hægt að fylgjast með stöðu og skori keppenda í mótinu
Til baka í yfirlit