Ólafía lauk leik á samtals +2 á Kia Classic

Ólafía lauk leik á samtals +2 á Kia Classic

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á samtals +2 á KIA-Classic mótinu sem fram fór í Kaliforníu um helgina. Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn á pari vallar samtals eftir 36 holur. Á þriðja hringnum lék hún á -4 en hún lék á +6 á lokahringnum, (73-71-68-78) 290.

Þetta var fjórða mót Ólafíu á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili og endaði hún í 76. sæti að mótinu loknu. Hún endaði í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamas en komst ekki í gegnum niðurskurðinn á næstu tveimur mótum.

Ólafía Þórunn var fyrir þetta mót í 98. sæti á peningalistanum á LPGA og í 85. sæti á CME stigalistanum. Hún er í 183. sæti á heimslista atvinnukylfinga.

Lokastöðu í Kia Classic má finna hér

Til baka í yfirlit