Ólafía Þórunn búin að tryggja sér þátttökurétt á US Open

Ólafía Þórunn búin að tryggja sér þátttökurétt á US Open

Ólafía Þórunn sigraði á úrtökumóti sem fram fór í Colorado í gær og tryggði sér þar með þátttökurétt á US Open – Opna bandaríksa meistaramótinu. Leiknir voru tveir hringir í úrtökumótinu og lék Ólafía á 139 höggum, eða fimm höggum undir pari. Fyrri hringinn lék hún á 69 höggum og þann síðari á 70 höggum.

Þetta er annað árið í röð sem að Ólafía leikur á opna bandaríska meistaramótinu en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn þar á síðasta ári. Þetta er jafnframt sjöunda risamótið sem Ólafía leikur á á þremur árum.  

Við óskum Ólafíu innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með henni leika á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer dagana 30. maí – 3. júni.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit