Ólafía Þórunn hefur leik á Symetra mótaröðinni í dag

Ólafía Þórunn hefur leik á Symetra mótaröðinni í dag

Symetra atvinnumótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröð sem leikin er í kvennagolfinu í Bandaríkjunum.  SKYIGOLF meistaramótið, sem er hluti af mótaröðinni, hefst í dag og er Ólafía Þórunn meðal keppenda. Keppnin fer fram í North Port á Florida og eru leiknir fjórir hringir, lokahringurinn fer fram á sunnudag

Þetta er fyrsta mót Ólafíu í mótaröðinni á þessu ári og ef vel gengur næstu daga gæti hún tryggt sér keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili en 10 hæstu kylfingarnir á Symetra stigalistanum fá keppnisrétt.

Upplýsingar um Symetra mótaröðina má sjá hér

Við óskum Ólafíu alls hins besta á vellinum næstu daga.

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit