Ólafía Þórunn hóf leik á Kia Classic í gær - lék fyrsta hringinn á +1

Ólafía Þórunn hóf leik á Kia Classic í gær - lék fyrsta hringinn á +1

Ólafía Þórunn lék á 73 höggum á fyrsta hringnum KIA-Classic mótinu á LPGA mótaröðinni en mótið hófst í Kaliforníu í gær. Ólafía leikur með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður-Kóreu í ráshóp fyrstu tvo hringina. Það var margt sem gerðist á hringnum í gær hjá Ólafíu. Hún fékk m.a. örn (-2) á 8. holuna en tapaði líka tveimur höggum á 11. braut þar sem hún fékk skramba (+2).

Ólafía hefur leikið á þremur mótum á þessu tímabili á LPGA mótaröðinni. Hún endaði í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamas en komst ekki í gegnum niðurskurðinn á næstu tveimur mótum.

Ólafía Þórunn er í 98. sæti á peningalistanum á LPGA og í 85. sæti á CME stigalistanum. Hún er í 183. sæti á heimslista atvinnukylfinga.

Skor og stöðu keppenda má sjá hér

Til baka í yfirlit