Ólafía Þórunn íþróttakona Reykjavíkur 2017

Ólafía Þórunn íþróttakona Reykjavíkur 2017

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var valin íþróttakona Reykjavíkur í ráðhúsinu síðastliðinn föstudag, 15. desember. Íþróttamaður ársins 2017 var valinn körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson. Þetta var í 39. skipti sem verðlaunin voru veitt.

Ólafía Þórunn átti viðburðaríkt ár. Hún léká LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð og í heimi og tók meðal annars þátt í þremur af fimm risamótum ársins. Hún vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu á meðal allra bestu kylfinga heims.

Ólafía Þórunn náði að tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt á LPGA mótaröðinni með árangri sínum á tímabilinu en hún varð jafnframt fyrsti íslenski kylfingurinn til að leika á mótaröðinni.

Jón Arnór var í stóru hlutverki hjá KR sem varð Íslands- og bikarmeistari í vetur. Hann lék einnig með ís-lenska landsliðinu á EM í Finnlandi og er af mörgum talinn besti körfuboltamaður Íslands fyrr og síðar.

Ólafía er vel að viðurkenningunni komin og óskum við henni innilega til hamingju með titilinn!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit