Ólafía Þórunn leikur á US Open um helgina, lék fyrsta hringinn á pari

Ólafía Þórunn leikur á US Open um helgina, lék fyrsta hringinn á pari

Ólafía Þórunn tekur þátt á Opna bandaríska meistaramótinu sem leikið er á Charleston vellinum um helgina. Fyrsti hringur var leikinn í gær og varð Ólafía í 25. sæti eftir daginn á pari vallar.

Ólafía lék á 70 höggum en hún byrjaði á 10. braut og var fyrri 9 holurnar á + 1. Hún fékk tvo fugla í röð á 4. og 5. braut eftir að hafa fengið þrjá skolla á 15., 18. og 3. holu. Annar skolli kom á 6. braut en hún lauk leik með fugli á síðustu holunni, 9. braut.

Mót helgarinnar er eitt af fimm risamótum sem haldin eru á stærstu atvinnumótaröðum heims í kvennagolfinu – LPGA og LET Evrópumótaröðinni. Mikilvægt er fyrir Ólafíu að ná góðum hring í dag, á öðrum hring, til að tryggja sig áfram í gegnum niðurskurð. Higa Mamiko frá Japan var efst eftir gærdaginn á 6 undir pari, áhugakylfingurinn Gina Kim frá Bandaríkjunum er jöfn í 2. sæti á -5 en hún lék í ráshópi með Ólafíu.

Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér

Við óskum Ólafíu alls hins besta á vellinum í dag og vonumst til að fá að fylgjast með henni leika á US Open fram á sunnudag.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit