Ólafía Þórunn lék vel á White Sands góðgerðarmóti – lauk leik á 66 höggum

Ólafía Þórunn lék vel á White Sands góðgerðarmóti – lauk leik á 66 höggum

Ólafía Þór­unn tók þátt á White Sands, góðgerðamóti sem fram fór á Bahamas eyjum um helgina og náði góðum árangri en hún lauk leik á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Leikið var á Ocean vellinum á Paradísareyju en á þeim velli hóf Ólafía einmitt LPGA feril sinn fyrir tveimur árum.

Keppt var í einstaklings- og liðakeppni en meðal keppenda voru um 20 kylfingar af LPGA mótaröðinni, þar á meðal Lexi Thomp­son, Britt­any Lincicome og Stacy Lew­is. Ólafía lenti í Final 4 í aðalkeppninni ásamt Lexi Thompson.

Ólafía Þórunn er með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili og hefur enn ekki leikið á atvinnumóti sem telur til stiga á þessu ári.

Ágæt byrjun hjá Ólafíu á nýju ári.

Til baka í yfirlit