Ólafía Þórunn og Axel sigruðu á B59 Hotel mótinu

Ólafía Þórunn og Axel sigruðu á B59 Hotel mótinu

Miklar sviptingar urðu á lokahringnum á B59 Hotel mótinu sem leikið var á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni um helgina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Axel Bóasson (GK) stóðu uppi sem sigurvegarar en lokahringurinn var leikinn í gær.

Vegna verðurs var rástímum keppenda seinkað fram yfir hádegi í gær og voru aðstæður krefjandi fyrir keppendur, sérstaklega á fyrri hluta hringsins þar sem úrkoma var mikil.

Ólafía Þórunn tryggði sér sigurinn með pari á lokaholunni en Valdís Þóra var með fimm högga forskot á Ólafíu fyrir lokahringinn. Axel lék lokahringinn á -1 en okkar maður,  Haraldur Franklín Magnús, var með -9 forystu fyrir lokahringinn. Haraldur hefði getað komið sér í bráðabana um sigurinn með því að setja niður 2-3 metra pútt fyrir pari á 18. flötinni. Það tókst ekki og Axel fagnaði sigrinum á -6.

Árangur GR-inga var góður á mótinu - við óskum Ólafíu Þórunni til hamingju með sigurinn og okkar fólki til hamingju með árangur helgarinnar.

Skor og stöðu keppenda má sjá hér

Áfram GR!

Til baka í yfirlit