Ólafía Þórunn örugg í gegnum niðurskurð í Texas

Ólafía Þórunn örugg í gegnum niðurskurð í Texas

Ólafía Þórunn lék sinn annan hring á Volunteers of America Texas Shootout mótinu á LPGA mótaröðinni í dag. Ólafía lék á 67 höggum eða -4 og er örugg í gegnum niðurskurðinn á þessu fimmta móti sínu á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í heiminum.

Mótið, sem hófst í gær, er leikið á Las Colinas vellinum í Texas. Á fyrsta degi lék Ólafía hringinn á 74 höggum eða +1 og þurfti hún því á góðum hring að halda í dag til að ná í gegn.

Við sendum góðar kveðjur til Texas og óskum Ólafíu alls hins besta næstu tvo daga.

Skor og stöðu keppenda má sjá hér

Til baka í yfirlit