Ólafía Þórunn tekur þátt á fjórða LPGA móti tímabilsins um helgina

Ólafía Þórunn tekur þátt á fjórða LPGA móti tímabilsins um helgina

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tekur þátt á sínu fjórða LPGA móti á tímabilinu nú í vikunni. Mótið heitir Thornberry Creek LPGA Classic og er leikið í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum, keppni hefst á morgun, fimmtudag. Ólafía hefur ekki náð að komast í gegnum niðurskurðinn á þeim þremur mótum sem hún hefur þegar tekið þátt í á LPGA í ár en niðurskurður er eftir 36 holur af 72 í móti helgarinnar.

Um síðustu helgi tók Ólafía þátt á Prasco Charity meistaramótinu sem leikið var í Cincinatti, Ohio. Mótið er hluti af Symetra atvinnumótaröðinni, sú næststerkasta á eftir LPGA. Þar endaði Ólafía Þórunn í 51. sæti á samtals 5 höggum yfir pari.

Thornberry Creek LPGA Classic hefst á morgun og stendur fram á sunnudag, hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda í mótinu hér

Við óskum Ólafíu alls hins besta á móti helgarinnar!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit