Föstudaginn 16. júlí verður önnur umferð leikin í Innanfélagsmóti 70 ára og eldri, opnað hefur verið fyrir skráningu. Þetta er önnur umferð af fjórum og eru leiknar 9 holur á Ánni. Ræst er út frá kl. 09:00-11:30. Keppt er í Stableford punktakeppni og leika allir keppendur af rauðum teigum.
Punktahæsti kylfingurinn í karla- og kvennaflokki verður útnefndur sigurvegari fyrir mótaröðina. Auk þess eru verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna fyrir hvert mót ásamt verðlaunum fyrir besta skor í karla- og kvennaflokki. Nándarverðlaun verða veitt þeim sem er næst/ur holu á 13. og 17. Braut. Athugið að sami keppandi getur ekki unnið til verðlauna fyrir höggleik og punktakeppni.
Skráning fer fram á Golfbox og í golfbúðinni á Korpu. Kylfingar greiða mótsgjald, kr. 1.000 hjá mótsstjóra eða gjaldkera þegar mætt er til leiks.
Verðlaunaafhending fyrir hvern leikdag fer fram í lok dags og verða vinningshafar að vera viðstaddir afhendingu verðlauna.
Mótsstjóri er Karl Jóhannsson.
Hvetjum alla 70 ára og eldri kylfinga klúbbsins til að taka þátt næsta föstudag!
Golfklúbbur Reykjavíkur