Önnur umferð í Úrval-Útsýn Sumarmótaröð GR kvenna leikin í dag

Önnur umferð í Úrval-Útsýn Sumarmótaröð GR kvenna leikin í dag

Sælar allar,

Í dag fer fram önnur umferð í Úrval-Útsýn Sumarmótaröð GR kvenna en fyrsta mótið fór fram á Korpunni 29. maí s.l. og voru það 130 konur sem mættu til leiks. Mótaröðin samanstendur af 7 mótadögum sem fara fram að meðaltali annanhvern miðvikudag í sumar og gilda fjórir bestu hringirnir til Sumarmeistara GR kvenna. Sumarmeistarinn hlýtur golfferð í sérstaka GR kvennaferð til Hacienda del Alamo á vegum Úrval-Útsýn í verðlaun. Upplýsingar um Hacienda má sjá nánar hér

Mótið er punktakeppni með hæstu forgjöf 36. Ásamt því að krýna Úrval Útsýn Sumarmeistara GR kvenna eru veitt verðlaun fyrir besta skor í hverjum mánuði sem mótið er haldið maí, júní, júlí og ágúst og svo eru mællingar á tveimur brautum í hverju móti. Þar sem gleymdist að setja upp mælingu í fyrstu umferð þá verða mælingar á öllum par 3 brautum í annari umferð í Grafarholtinu.

Óhætt er að segja að sumarið hafi loks stimplað sig til leiks í þessu fyrsta móti sumarsins og er það vonandi ávísun á komandi tíð. Mörg góð tilþrif sáust en spilað var Landið/Áin. Tvær konur eru í fyrsta sæti með 41 punkt, Brynhildur Sigursteinsdóttir og Elfa Björk Björgvinsdóttir, fast á eftir þeim koma svo fimm konur með 40 punkta. Það er augljóst að það verður mikil spenna í kvennamótinu í sumar.

Við minnum konur á að merkja skorkortin með nafni og kennitölu.

Verðlaun verða afhent á sérstöku lokakvöldi mótaraðarinnar í lok ágúst.

Á golf.is má sjá úrslit mótsins 29.maí.

Sjáumst kátar í holtinu í dag!

Kvennanefndin

Til baka í yfirlit