Staðan eftir aðra umferð í Úrval Útsýn sumarmótaröð GR kvenna

Staðan eftir aðra umferð í Úrval Útsýn sumarmótaröð GR kvenna

Annað mótið í sumarmótaröð GR kvenna, Úrval Útsýn mótaröðinni, fór fram miðvikudaginn 12. júní í Grafarholti. Mótið var vel sótt í góðu veðri. Laufey Valgerður Oddsdóttir og Fríða B Andersen áttu bestu hringi dagsins, fóru á 42 punkti. Halla átti auk þess besta skorið, 73 högg. Næstar voru Kristín Ólafía Ragnarsdóttir á 41 punkti og Oddný Sigsteinsdóttir á 39 punktum. Þegar skor þessa móts er sett saman við skor þess síðasta er ljóst að Brynhildur Sigursteinsdóttir leiðir með 78 punkta eftir tvö fyrstu mótin. Þá koma Ingigerður Ingvarsdóttir og Kristín Halla Hannesdóttir á 76 punktum. Næstar á eftir þeim koma svo Laufey Valgerður Oddsdóttir, Þórunn Elfa Bjarkadóttir, Margrét Birna Skúladóttir og Leidy Karen Steinsdóttir með 74 punkta. Það er ljóst að tónninn er strax sleginn á fyrstu vikum sumars og verður skemmtilegt og spennandi að sjá hvernig fram vindur. Meðfylgjandi er staðan að loknum tveimur umferðum.

Næstar holur voru:
6.braut: Linda Björk Berg 4,29 m
11.braut: Halldóra M Steingrímsdóttir 0,62 m
17.braut: Brynhildur Sigursteinsdóttir 4,27 m

Ekkert var skráð á 2.braut.

Þriðja mótið í Úrval Útsýn sumarmótaröð GR kvenna verður á Korpunni, 26.júní og verður spiluð lykkjan Sjórinn – Landið. Mælingar verða á tveimur par 3 brautum 6. (Sjórinn) og 25. (Landið)

Skráning fyrir fyrri hluta miðvikudagsins hefst sunnudaginn 23. júní kl. 08:00 og fyrir seinni hlutann mánudaginn 24. júní kl. 08:00.

Sumarmeistarinn hlýtur golfferð í sérstaka GR kvennaferð til Hacienda del Alamo á vegum Úrval Útsýnar í verðlaun. Upplýsingar um Hacienda má sjá nánar hér

Vegna Meistaramóts GR, sem við hvetjum allar til að taka þátt í, verður fjórða mótið í Grafarholti þann 17. júlí.

Á golf.is má sjá úrslit mótsins í Grafarholti - Sumarmótaröð 2019_staðan eftir 2 mót.pdf

Munið að merkja skorkortin vel með nafni og kennitölu og skorið skýrt, það flýtir fyrir allri skráningu á skori.

Ef búið er að loka þegar konur klára hringina þá má setja kortin aftast í kassann þar sem skorkortin eru fyrir utan klúbbhúsið – gott að taka mynd af kortinu áður og senda til okkar ef þau skila sér ekki.

Við hvetjum konur til að taka myndir af góðum augnablikum og setja inn á síðuna.

Kveðja,
Stelpurnar í Kvennanefnd

Til baka í yfirlit