Önnur umferð Innanfélagsmóts GR öldunga 70 ára og eldri - úrslit

Önnur umferð Innanfélagsmóts GR öldunga 70 ára og eldri - úrslit

Önnur umferð Innanfélagsmótaraðar GR öldunga 70 ára og eldri var haldið í dag á Korpúlfsstöðum. Leikið var á Ánni eins og hefur tíðkast á mótaröðinni. Alls tóku 62 kylfingar þátt í mótinu en aldrei hafa jafn margir skráð sig.

Leikið var bæði með Stableford fyrirkomulagi og höggleik og urðu úrslit voru eftirfarandi:

Stableford

Konur

  1. Svanhildur Sigurðardóttir 16p
  2. Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir 16p
  3. Magdalena M. Kristjánsdóttir 16p

Karlar

  1. Ingólfur Steinar Óskarsson 22p
  2. Hans Óskar Isebarn 21p
  3. Árni Þórðarson 21p

Höggleikur

Konur
Helga Guðjónsdóttir 45 högg*

Karla
Friðgeir Óli Sverrir Guðnason 33 högg* 

*Friðgeir Óli og Helga voru einnig með flesta Stableford punkta en einungis var hægt að vinna einu sinni til verðlauna. Hlutu þau því verðlaun fyrir besta skor. 

Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Næsta mót verður haldið miðvikudaginn 18. ágúst.


Þökkum þátttöku á mótinu í dag – góða helgi!
Nefndin

Til baka í yfirlit