Opið fyrir bókanir á Thorsvöll – Básar opna á nýjan leik

Opið fyrir bókanir á Thorsvöll – Básar opna á nýjan leik

Nýjar sóttvarnarreglur voru kynntar af heilbrigðisráðherra í gær, samkvæmt þeim eru íþróttir án snertingar utandyra heimilar. Félagsmenn geta því tekið gleði sína á ný og mætt til leiks á Thorsvöll en opnað verður fyrir bókanir á völlinn frá og með morgundeginum, 10. desember. Athugið að völlurinn verður eingöngu opinn félagsmönnum.

Æfingasvæði Bása mun einnig opna frá og með morgundeginum og verður opið þar samkvæmt hefðbundnum opnunartíma. 

Veiran er þó ekki unnin ennþá og biðjum við alla þá sem mæta til okkar að virða áfram 2ja metra regluna, þvo hendur og spritta. Besta vörnin er að gæta að persónubundnu hreinlæti og minnum við á ábyrgð hvers og eins í þeim efnum.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit