Laugardaginn 15. Júní verður Opna Air Iceland Connect mótið haldið á Korpúlfsstaðavelli. Ræst verður út samtímis af öllum teigum kl. 09:00. Lykkjur mótsins verða Áin/Landið. Mæting er kl. 08:00 og í boði verður léttur morgunverður. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Leikið verður í tveimur flokkum, 0-8,4 og 8,5 og hærra. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallar.
Skráning hefst í dag, þriðjudaginn 11. júní kl. 12:00 á www.golf.is - Mótsgjald er kr. 5.400 og greiðist við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi er léttur morgunverður og veitingar að móti loknu.
Verðlaun:
Flokkur 0 til 8,4:
- sæti 100 þúsund króna inneign hjá Icelandair
- sæti 50 þúsund króna inneign hjá Air Iceland Connect
- sæti 30 þúsund króna inneign hjá Air Iceland Connect
Flokkur 8,5 og hærra:
- sæti 100 þúsund króna inneign hjá Icelandair
- sæti 50 þúsund króna inneign hjá Air Iceland Connect
- sæti 30 þúsund króna inneign hjá Air Iceland Connect
Besta skor: 80 þúsund króna inneign hjá Air Iceland Connect og fjórir golfhringir völlum GR
Nándarverðlaun
13.braut - 25 þúsund króna inneign hjá Air Iceland Connect
17.braut - 25 þúsund króna inneign hjá Air Iceland Connect
22.braut - 25 þúsund króna inneign hjá Air Iceland Connect
25.braut - 25 þúsund króna inneign hjá Air Iceland Connect
Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjóri er Dóra Eyland og er með netfangið dora@grgolf.is
Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Air Iceland Connect