Opna Air Iceland Connect – úrslit

Opna Air Iceland Connect – úrslit

Opna Air Iceland Connect var leikið á Korpúlfsstaðavelli í dag. Ræst var út frá kl. 08:00 í morgun og var fullbókað í mótið eða um 170 manns. Lykkjur mótsins voru Landið/Áin, leikið var til úrslita í tveimur forgjafarflokkum ásamt því að veitt eru verðlaun fyrir besta skor. Úrslit dagsins urðu þessi:

Besta skor:

Kristinn Reyr Sigurðsson, GÖ - 71 högg af gulum teigum
Hjalti Kristján Hjaltason, GR – 69 högg af rauðum teigum v/10 ára aldurs

Forgjafarflokkur 0-8,4

  1. Ástgeir Ólafsson, GR – 41 punktur
  2. Arnar Ingi Njarðarson, GR – 40 punktar
  3. Böðvar Bergsson, GR – 39 punktar (bestur á síðustu 6)

Forgjafarflokkur 8,5 og hærra

  1. Daníel Jón Helgason, GR – 43 punktar
  2. Axel Jóhann Ágústsson, GR – 42 punktar
  3. Aðalsteinn Jónsson, NK – 41 punktur (betri á seinni 9)

Nándarverðlaun:
13.braut – Hjalti Kristján Hjaltason, 63 cm
17.braut – Sigurður Fannar Guðmundsson, 154 cm
22.braut – Magnús Kári Jónsson, 170 cm
25.braut – Óliver Elí Björnsson, 204 cm

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í mótinu og óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur. Vinningar verða sendir til vinningshafa í komandi viku.   

Golfklúbbur Reykjavíkur í samtarfi við Air Iceland Connect

Til baka í yfirlit