Opna Aukakrónumótið verður haldið á Grafarholtsvelli laugardaginn 17. ágúst 2019. Ræst er út frá kl. 08:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna og efsta sætið í höggleik. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 brautum vallarins. Einnig verða veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut og fyrir þann sem er næstur holu í öðru höggi á 18. braut.
Skráning í mótið hefst mánudaginn 12. ágúst kl. 10:00 á www.golf.is. Mótsgjald er kr. 5.000 og þarf að greiða við skráningu.
Verðlaun:
Besta skor:
5 daga ferð til El Plantio Resort með Úrval Útsýn, innifalið er:
- Flug og Flugvallarskattur
- Flutningur á golfsetti 15 kg og ferðatösku 20 kg
- Gisting á El Plantio Golf Resort
- Akstur á milli flugvallar og hótels
- Ótakmarkað golf alla daga með golfbíl
- Allt innifalið – morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur, millimáltíðir og allir innlendir drykkir
- Íslensk fararstjórn.
Punktakeppni karla:
1. sæti 100.000 Aukakrónur
2. sæti Olís –75.000 króna gjafabréf
3. sæti 66°Norður – Vatnajökull Vesti - primaloft
4. sæti Bílaþvottastöðin Löður – Alþrif fyrir bílinn
5. sæti Bílaþvottastöðin Löður – Alþrif fyrir bílinn
Punktakeppni kvenna:
1. sæti 100.000 Aukakrónur
2. sæti Olís – 75.000 króna gjafabréf
3. sæti 66°Norður – Vatnajökull Vesti - primaloft
4. sæti Bílaþvottastöðin Löður – Alþrif fyrir bílinn
5. sæti Bílaþvottastöðin Löður – Alþrif fyrir bílinn
Nándarverðlaun:
2. braut Wok On veitingastaður - gjafabréf
6. braut Wok On veitingastaður - gjafabréf
11.braut Wok On veitingastaður - gjafabréf
17.braut Wok On veitingastaður - gjafabréf
Lengsta teighögg á 3.braut:
Gjafabréf fyrir 2 á Hótel Rangá í Deluxe herbergi með morgunmat.
Næst holu í öðru höggi á 18. braut:
20.000 Aukakrónur
Dregið úr skorkortum:
Fjöldi glæsilegra Aukavinninga, m.a. Gjafabréf frá Reykjavík Escape, Jógakort frá Sólum, boltakort frá Básum, Aukakrónur o.fl.
Aukakrónur getur þú notað til að greiða fyrir vörur og þjónustu hjá yfir 250 samstarfsaðilum Aukakróna. Lista yfir samstarfsaðila auk frekari upplýsinga um Aukakrónur er að finna á www.aukakronur.is
Teiggjöf
- Ótakmarkaðir upphitunarboltar í Básum
- Flatargaffall, golfkúlur og golftí.
- Hamborgari og gos að leik loknum.
Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir, harpa@grgolf.is
Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Aukakrónur frá Landsbankanum