Opna Aukakrónur fór fram á Grafarholtsvelli í dag – úrslit

Opna Aukakrónur fór fram á Grafarholtsvelli í dag – úrslit

Opna Aukakrónur var leikið í fyrsta sinn á Grafarholtsvelli í dag og fékk mótið frábærar viðtökur kylfinga enda glæsilegt mót í alla staði. Veðrið var ljúft til golfleiks og leikurinn jafnframt líka og má ætla að kylfingar hafi lagt sig alla fram við hvert högg enda til mikils að vinna. Verðlaun voru veitt fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna. Haraldur Franklín lék hringinn á fæstum höggum í dag eða 66 og vann þar með fimm daga ferð með Úrval Útsýn til El Plantio á Spáni. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem næstir voru holu á öllum par 3 holum vallarins auk þess sem dregið var um fjölda aukavinnina úr skorkortum í lok dagsins.

Úrslitin úr móti dagsins urðu þessi:

Besta skor: Haraldur Franklín Magnús, 66 högg

Punkakeppni karla:

 1. Árni B. Kvaran, 43 punktar
 2. Þorsteinn Geirharðsson, 42 punktar
 3. Svavar Gauti Stefánsson, 40 punktar
 4. Guðni Þorsteinn Guðjónsson, 40 punktar
 5. Siggeir Vilhjálmsson, 39 punktar

 

Punktakeppni kvenna:

 1. Elín Jóhannsdóttir, 42 punktar
 2. Arnfríður I. Grétarsdóttir, 39 punktar
 3. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, 39 punktar
 4. Margrét Þorvaldsdóttir, 38 punktar
 5. Anna Jódís Sigurbergsdóttir, 38 punktar

 

Nándarverðlaun:

2.braut - Guðmundur Ingvi - 0,86

6.braut - Stella Steingríms - 1,505

11.braut - Þorsteinn Geirharðs - 2,85

17.braut - Samúel Gunnarsson - 3,08

 

3.braut – Lengsta drive: Haraldur Franklín Magnús

18.braut – næstur holu í öðru höggi: Sigurður Fannar - 0,67

 

Vinningshafar úr útdrætti skorkorta:

 • Leifur Kristjánsson
 • Jónas Þór Gunnarsson
 • Kristinn Jón Einarsson
 • Þröstur Ástþórsson
 • Hjalti Steinar Sigurbjörnsson
 • Sigríður S. Aðalsteinsdóttir
 • Birkir Harðarson
 • Samúel Gunnarsson
 • Heiða Guðnadóttir
 • Þórey Jónsdóttir
 • Magnús Þór Scheving
 • Katrín K. Baldvinsdóttir
 • Rafnkell Kristján Guttormsson
 • Hörður Hinrik Arnarsson
 • Sigurbjörn H. Gestsson
 • Orri Bergmann Valtýsson
 • Viðar Berndsen
 • Hinrik Arnarson
 • Hallmundur Albertsson
 • Bryndís Rósa Jónsdóttir
 • Lórenz Þorgeirsson
 • María Björg Sveinsdóttir
 • Þórarinn E. Þórarinsson
 • Reynir Baldursson

Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar forsvarsmönnum Aukakróna Landsbankans fyrir glæsilegt mót sem verður vonandi haldið aftur að ári liðnu og óskar vinningshöfum dagsins til hamingju með sinn árangur og keppendum öllum fyrir þátttökuna.

Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins eftir kl. 13:00 á morgun, mánudaginn 20. ágúst.

Til baka í yfirlit