Opna Aukakrónur fór fram í dag laugardaginn 15.ágúst á Grafarholtsvelli. Mikil þátttaka var í mótinu og var það ekki lengi að fyllast. Mótið var hið glæsilegasta og verðlaun veitt fyrir 5 efstu sætin í höggleik og 9 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna. Þátttakendur fengu flotta teiggjöf ásamt hamborgara og drykk hjá KH klúbbhús. Frábært skor var í mótinu, Arnór Ingi Finnbjörnsson spilaði völlinn á 69(-2) höggum.
Úrslit úr mótinu voru eftirfarandi:
Höggleikur:
- Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 69 högg
- Frans Páll Sigurðsson GR 70 högg
- Andri Jón Sigurbjörnsson GR 72 högg
- Hörður Theódórsson GR 72 högg
Punkakeppni karla:
- Magnús Páll Gunnarsson 42 p
- Þorsteinn Guðjónsson NK 41 p
- Einar Einarsson GS 41 p
- Hlynur Ingólfsson GKG 41 p
- Guðmundur H Pétursson GR 40 p
- Daníel Orri Árnason GR 40 p
- Árni Brynjólfsson GM 40 p
- Björn Ingi Edvardsson GH 40 p
- Einar Sigurjón Oddsson GR 40 p
Punktakeppni kvenna:
- Irmý Rós Þorsteinsdóttir GG 40 p
- Ingunn Einarsdóttir GKG 36 p
- Rakel Þorsteinsdóttir GR 36 p
- Lára Eymundsdóttir GR 35 p
- Júlía Jörgensen GG 34 p
- Gerða Kristín Hammer GG 33 p
- Þórunn Elfa Bjarkardóttir GR 33 p
- Kristín María Kjartansdóttir GKG 33 p
- Svanhvít Helga Hammer GG 33 p
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í mótinu og óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur. Vinningar verða sendir til vinningshafa í komandi viku.
Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi með Aukakrónur hjá Landsbankanum.