Opna COLLAB mótið haldið á Korpu 29. ágúst - Landið/Áin

Opna COLLAB mótið haldið á Korpu 29. ágúst - Landið/Áin

Opna COLLAB mótið verður haldið á Korpu laugardaginn 29. ágúst. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Hámarksforgjöf er gefin 36 hjá körlum og konum. Lykkjur mótsins verða Landið/Áin. Ræst verður út frá kl. 08:00.

Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir 4 efstu sætin í höggleik.

Skráning hefst mánudaginn 24. ágúst á www.golf.is. Leiðbeiningar um skráningu má finna hér fyrir neðan. Mótsgjald er kr. 5.500 og greiðist við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi er teiggjöf frá Ölgerðinni sem afhendist áður en leikur hefst. 

Korpa klúbbhús verður með tilboð á Korpuborgara og gosi fyrir keppendur, kr. 2.590.

Verðlaun í Opna COLLAB mótinu:

Karlaflokkur - punktakeppni:

 1. Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverð í eina nótt ásamt þriggja rétta kvöldverði að hætti hússins fyrir tvo. Gildir á öllum Íslandshótelum. Rúta af Collab.
 2. Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverð í eina nótt. Gildir á þriggja stjörnu Fosshótelum. Rúta af Collab fylgir einnig.
 3. Gjafabréf fyrir 4 á velli GR. Rúta af Collab.
 4. Gjafabréf, kr. 10.000, hjá Erninum Golfverslun. Rúta af Collab.
 5. Kassi af Gull Lite Sumar White Ale bjór ásamt tveimur rútum af Collab

Kvennaflokkur - punktakeppni:

 1. Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverð í eina nótt ásamt þriggja rétta kvöldverði að hætti hússins fyrir tvo. Gildir á öllum Íslandshótelum. Rúta af Collab.
 2. Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverð í eina nótt. Gildir á þriggja stjörnu Fosshótelum. Rúta af Collab.
 3. Gjafabréf fyrir 4 á velli GR. Rúta af Collab.
 4. Gjafabréf, kr. 10.000, hjá Erninum Golfverslun. Rúta af Collab.
 5. Kassi af Gull Lite Sumar White Ale bjór ásamt tveimur rútum af Collab

Höggleikur:

 1. Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverð í eina nótt ásamt þriggja rétta kvöldverði að hætti hússins fyrir tvo. Gildir á öllum Íslandshótelum. Rúta af Collab.
 2. Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverð í eina nótt. Gildir á þriggja stjörnu Fosshótelum. Rúta af Collab.
 3. Gjafabréf fyrir 4 á velli GR. Rúta af Collab.
 4. Gjafabréf, kr. 10.000, hjá Erninum Golfverslun. Rúta af Collab.


SKRÁNING Í OPNA AUKAKRÓNUR FER FRAM MEÐ ÞESSUM HÆTTI:

Á golf.is þarf að velja Innskráning og þannig skrá kylfingar sig inn á Golfbox

Í Golfbox er farið í „Rástímabókun“ og valinn völlur sem heitir „Opna COLLAB mótið“, veljið dagsetningu móts 29.08.2020 og skráið ykkur í rástíma í mótinu.

 

Mótsgjald er greitt við skráningu og því gott að hafa greiðslukortaupplýsingar við hendina. Einnig flýtir það fyrir skráningu ef kennitala eða félagsnúmer meðspilara sem skráðir eru samhliða eru til staðar. Nóg er að hafa númerið sem kemur á eftir  seinna bandstrikinu (IS-7- XXXX).

Við vekjum athygli á því að skráning fer eingöngu fram í gegnum vefinn.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1
 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Dóra Eyland og er með netfangið dora@grgolf.is

Til baka í yfirlit