Opna COLLAB mótið var leikið á Korpúlfsstaðavelli í dag og viðraði vel til golfiðkunar þó að bleyta hafi mætt fyrstu keppendum sem mættu til leiks kl. 08:00 í morgun. Tæplega 160 manns tóku þátt en keppt var til úrslita í punktakeppni karla og kvenna og verðlaun veitt fyrir fimm efstu sætin í hvorum flokki. Einnig var keppt til úrslita í höggleik og skiluðu sér inn glæsileg skor, þeir Tómas Eiríksson Hjaltested og Böðvar Bragi Pálsson enduðu jafnir í 1. – 2. sæti á samtals 66 höggum eða -6, Tómas var betri á seinni 9 og hlýtur því fyrstu verðlaun. Fast á eftir þeim urðu jafnir í 3. – 4. sæti þeir Haraldur Franklín Magnús Axel Ásgeirsson á samtals 67 höggum.
Önnur úrslit í mótinu urðu þessi:
Punktakeppni karla:
- Georg Júlíus Júlíusson, GK – 47 punktar
- Björn Ingi Edvardsson, GHG – 46 punktar
- Friðrik Þór Sigmarsson, GV – 45 punktar
- Jón Yngvi Jóhannsson, GSE – 43 punktar
- Sigurbjörn H Gestsson, GM – 42 punktar (bestur á seinni 9)
Punktakeppni kvenna:
- Elfa Brynja Sigurðardóttir, GR – 43 punktar (betri á seinni 9)
- Edda Björk Guðmundsdóttir, GR – 43 punktar
- Steinunn Braga Bragadóttir, GR – 41 punktar
- Hrund Grétarsdóttir, GR – 39 punktar (betri á síðustu 6)
- Steinunn Þorkelsdóttir, GM – 39 punktar
Höggleikur:
- Tómas Eiríksson Hjaltested, GR – 66 högg (betri á seinni 9)
- Böðvar Bragi Pálsson, GR – 66 högg
- Haraldur Franklín Magnús, GR – 67 högg (betri á seinni 9)
- Axel Ásgeirsson, GR – 67 högg
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í mótinu og óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu GR eftir kl. 13:00 mánudaginn 31. ágúst.
Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við COLLAB