Opna Ecco - Frábært skor úr mótinu í dag

Opna Ecco - Frábært skor úr mótinu í dag

Það var heldur kuldalegt í morgunsárið þegar fyrstu keppendur hófu leik í Opna Ecco mótinu. Þó svo að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta þá var skráning í mótið mjög góð eða um 140 manns tóku þátt.  Veitt voru verðlaun fyrir sex efstu sætin í punktakeppni, besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Spilaðar voru lykkjurnar Áin og Landið. Úrslit úr mótinu voru eftirfarandi:

Punktakeppni:
1. Hafþór Ægir Vilhjálmsson GSG 45 punktar

2. Kristján Einarsson GÞ 44 punktar

3. Unnar Karl Jónsson GR 41 punktur (betri seinni 9)

4. Hjalti Pálmason GR 41 punktur

5. Sólon Siguringason GS 41 punktur

6. Eysteinn Jónsson GR 40 punktar

Besta skor: Hjalti Pálmason GR 69 högg

Nándarverðlaun:
13. braut: Ingvar Kristinsson GK 1,8 m
17. braut: Björg Baldursdóttir GK 2,16 m
22. braut: Arnór Tjörvi Þórsson GR 1,44 m
25. braut: Jónas Hjartarson NK 3,26 m

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna og vinningshöfum til hamingju með sigur í mótinu. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins eftir kl.13 þriðjudaginn 14.ágúst 2018.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við ECCO.

Til baka í yfirlit