Opna FJ 2018 - Úrslit úr mótinu

Opna FJ 2018 - Úrslit úr mótinu

Opna FJ 2018 fór fram á Grafarholtsvelli í dag í sól og sumaryl. Ræst var út frá kl.8:00 og var þátttakan glæsileg enda um flott mót að ræða. Keppt var bæði í höggleik og punktakeppni í mótinu ásamt því sem frábær aukaverðlaun eru veitt þeim sem næstir voru holu á öllum par 3 og lengsta upphafshöggi á 3. Braut. Ásdís Valtýsdóttir gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 2.braut, glæsilega gert. Böðvar Bragi Pálsson spilaði á einu höggi undir pari, 70 högg og nældi sér í fyrsta sætið í höggleik. Í punktakeppni var það Gerða Kristín Hammer sem lenti í fyrsta sæti með 42 punkta.

Úrslitin úr mótinu voru eftirfarandi:

 

Höggleikur

  1. Böðvar Bragi Pálsson GR 70 högg
  2. Björn Kristinn Björnsson GK 71 högg
  3. Guðlaugur Rafnsson GJÓ 71 högg

Punktakeppni

  1. Gerða Kristín Hammer GG 42 punktar
  2. Hans Adolf Hjartarson GR 41 punktur
  3. Helga Þorvaldsdóttir GKG 40 punktar

 

Nándarverðlaun:
2. braut
 – Ásdís Valtýsdóttir – hola í höggi
6. braut – Guðjón Ómar Davíðsson 99 cm
11. braut – Magnús Ingi Stefánsson 97 cm
17. braut – Dagur Jónasson 3,42 cm

3.braut, lengsta upphafshögg – Patrekur Nordquist

Vinninga úr mótinu verður hægt að nálgast á skrifstofu klúbbsins frá og með þriðjudeginum 7.ágúst

Við þökkum kylfingum öllum fyrir þátttökuna á Grafarholtsvelli í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við ÍSAM

Til baka í yfirlit