OPNA FJ Á GRAFARHOLTSVELLI – það styttist í Íslandsmót

OPNA FJ Á GRAFARHOLTSVELLI – það styttist í Íslandsmót

Opna FJ 2019 verður haldið á Grafarholtsvelli sunnudaginn 4. ágúst.  Íslandsmótið í höggleik hefst í sömu viku og mæta kylfingar því til leiks á völlinn í sínu besta ástandi. Ræst er út frá kl. 08:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna.

Kylfingar í karlaflokki með 4,4 og lægra spila á hvítum teigum og kvennaflokkur með 8,5 og lægra spila á bláum teigum, leikinn verður höggleikur í þessum flokki.

Mótið er opið öllum aldurshópum – 14 ára og yngri drengir og stúlkur leika af rauðum teigum, karlar leika af gulum teigum, konur leika af rauðum teigum og 70 ára og eldri karlar og konur leika af rauðum teigum. 70 ára og eldri karlar geta valið að leika af gulum teigum.

Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 brautum vallarins. Einnig verða veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut.

Skráning í mótið hefst kl. 11:00 þriðjudaginn 30. júlí á www.golf.is - Mótsgjald er kr. 5.000 sem greiða þarf við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi eru 50 boltar í Básum og teiggjöf frá ÍSAM.  

Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir þrjá efstu í höggleik og þrjú efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna.

Punktakeppni karla: 

  1. sæti: FJ Tour LTS regnjakki og regnbuxur
  2. sæti: FJ Tour-S golfskór 
  3. sæti: FJ Pro/SL golfskór 

Punktakeppni kvenna: 

  1. sæti: FJ Tour LTS regnjakki og regnbuxur
  2. sæti: FJ Tour-S golfskór
  3. sæti: FJ Pro/SL golfskór

Höggleikur karla og kvenna:

  1. sæti: FJ Tour LTS regnjakki og regnbuxur
  2. sæti: FJ Tour-S golfskór 
  3. sæti: FJ Pro/SL golfskór 

Nándarverðlaun:
2.braut: FJ Flex golfskór + Gullkort í Bása
6.braut: FJ Flex golfskór + Gullkort í Bása
11.braut: FJ Flex golfskór + Gullkort í Bása
17.braut: FJ Flex golfskór + Gullkort í Bása


Lengsta teighögg á 3. braut: 
Gjafabréf fyrir fjóra á velli Golfklúbbs Reykjavíkur og Gullkort í Bása í karla og kvennaflokki.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir, harpa@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við FOOTJOY

Til baka í yfirlit