Opna FJ - Frábært skor í mótinu

Opna FJ -  Frábært skor í mótinu

Opna FJ mótið fór fram á Grafarholtsvelli í dag sunnudaginn 4.ágúst. Frábær þátttaka var í mótinu og völlurinn í sínu besta ástandi enda Íslandsmótið í höggleik handan við hornið. Arnór Ingi og Bövðar Bragi spiluðu báðir völlinn á 67 höggum og voru Dagbjartur og Andri Þór ekki langt á eftir. Leikmenn eru því í góðu formi fyrir Íslandsmótið. Leikinn var punktakeppni í almennum flokki karla og kvenna. Í karlaflokki með forgjöf 4.4 og undir og kvennaflokki með forgjöf 8.5 og undir var spilaður höggleikur. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni og fyrstu þrjú sætin í höggleik í karla- og kvennaflokki. Einnig voru veitt nándverðlaun á öllum par 3 holum vallarins og lengsta upphafshögg á 3.braut í karla- og kvennaflokki.

Punktakeppni karla

1. Aðalsteinn Jónsson NK 43 punktar (betri seinni 9)

2. Jónas Tryggvason GEY 43 punktar

3. Arnar Haukur Ottesen Arnarson GR 41 punktar

 

Punktakeppni kvenna

1. Margrét Óskarsdóttir GM 39 punktar 

2. Pamela Ósk Hjaltadóttir 38 punktar

3. Nína Vigdísard. Björnsdóttir GR 37 punktar

 

Höggleikur

1. Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 67 högg (betri seinni 9)

2. Böðvar Bragi Pálsson 67 högg

3. Dagbjartur Sigurbrandsson GR 68 högg

 

Nándarverðlaun

2.braut: Dagbjartur Sigurbrandsson GR 1,3 m

6.braut: Heiða Guðnadóttir GM 3,69 m

11.braut: Hrafnhildur Sigurðardóttir GL 1,87 m

17.braut: Ólafur Marel Árnason NK 1,57 m

 

Lengsta upphafshögg kvenna á 3.braut: Hekla Ingunn Daðadóttir GM

Lengsta upphafshögg karla á 3.braut: Hermann Geir Þóirsson GJÓ

 

Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskar vinningshöfum til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga úr mótinu á skrifstofu klúbbsins eftir kl. 10:00 á þriðjudaginn, 6.ágúst 2019

Til baka í yfirlit