Opna FootJoy 2020 var leikið á Grafarholtsvelli í dag og tók völlurinn vel á móti keppendum þó að frekar svalt hafi verið þegar þeir fyrstu mættu til leiks í morgun. Keppt var til úrslita í punktakeppni karla og kvenna auk þess sem verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna voru veitt. Rúmlega 170 kylfingar tóku þátt og urðu úrslit dagsins þessi:
Besta skor karla: Jóhannes Guðmundsson, GR - 66 högg
Besta skor kvenna: Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR - 71 högg
Punktakeppni karla:
- Fannar Guðmundsson, GM – 49 punktar
- Hlynur Júlíusson, GBR – 45 punktar
- Davíð Baldur Sigurðsson, 43 punktar (bestur á seinni 9)
Punktakeppni kvenna:
- Kristrún Sigursteinsdóttir, GM – 42 punktar
- Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, GKG – 40 punktar
- Hólmfríður Hilmarsdóttir, GKG – 39 punktar
Lengsta drive 3. braut: Arnór Ingi Finnbjörnsson
Nándarverðlaun:
2.braut – Jón Þór Jóhannsson, 125cm
6.braut – Kristinn Reyr Sigurðsson, 129cm
11.braut – Hákon Harðarson, 54cm
17.braut – Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, 98,5cm
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í mótinu og óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga úr mótinu á skrifstofu klúbbsins eftir kl. 13:00 þriðjudaginn 4. ágúst.
Golfklúbbur Reykjavíkur í samtarfi við FootJoy á Íslandi