Opna FootJoy 2021 var leikið á Grafarholtsvelli í dag og tók völlurinn vel á móti keppendum, nokkuð hlýtt var og algjört logn í morgunsárið. Keppt var til úrslita í punktakeppni karla og kvenna auk þess sem verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna voru veitt. Einnig voru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins og fyrir lengsta upphafshögg á 3.braut. Um 195 kylfingar tóku þátt, slegist var um sætin enda frábært mót og glæsilegt verðlaun. Sigurður Bjarki Blumenstein lék frábært golf í dag, lauk hringnum á 9 undir pari eða 62 höggum, glæsilegt skor.
Úrslit dagsins voru þessi:
Besta skor karla: Sigurður Bjarki Blumenstein 62 högg
Besta skor kvenna: Fjóla Margrét Viðarsdóttir 74 högg
Punktakeppni karla:
- Haukur Karlsson 44 punktar
- Theodór Sölvi Blöndal 42 punktar
- Gunnar Gunnarsson 41 punktur (flesta punkta síðustu 6)
Punktakeppni kvenna:
- Agnes Ingadóttir 43 punktar
- Björk Unnarsdóttir 40 punktar (flesta punkta síðustu 6)
- Þórunn Elfa Bjarkardóttir 40 punktar
Lengsta drive 3. braut: Magnús Stefánsson
Nándarverðlaun:
2.braut – Bogi Ísak Nílsson 2 m
6.braut – Sigríður María Torfadóttir 1,36 m
11.braut – Markús Marelsson 1,52 m
17.braut – Haukur Karlsson 1,38 m
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í mótinu og óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga úr mótinu hjá Íslensk Ameríska til húsa á Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík frá og með mánudeginum 9.ágúst.
Golfklúbbur Reykjavíkur í samtarfi við FootJoy á Íslandi