Opna GR/Klaki – tveggja daga mót, betri bolti punktakeppni leikið á Korpu 12. og 13. september

Opna GR/Klaki – tveggja daga mót, betri bolti punktakeppni leikið á Korpu 12. og 13. september

Opna GR/Klaki í samvinnu við Rolf Johansen & Co. verður haldið helgina 12.-13. september. Keppnin mun fara fram á Korpúlfsstaðavelli báða daga og verða lykkjur mótsins Sjórinn/Áin, ræst verður út frá kl. 08:00.

Leikfyrirkomulag mótsins er eftirfarandi: Tveir leikmenn mynda lið og verður leikinn betri bolti, punktakeppni. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Ræst er út eftir skori á seinni degi. Upplýsingar um rástíma fyrir seinni dag verður að finna á Golfbox að fyrsta keppnisdegi loknum. 

Mótið er opið öllum aldurshópum – 14 ára og yngri drengir og stúlkur leika af rauðum teigum, karlar leika af gulum teigum, konur leika af rauðum teigum og 70 ára og eldri karlar og konur leika af rauðum teigum.

Skráning í mótið hefst föstudaginn 4. september kl. 15:00 í Golfbox - þátttökugjald er kr. 7.200 (pr. mann) og greiðist við skráningu.Leiðbeiningar um skráningu:
Skráning í mótið fer fram í rástímaskráningu í Golfbox og er eingöngu hægt að bóka tvo leikmenn (eitt lið) í hvert holl. Valinn er völlurinn „Opna GR/Klaki“ á dagsetningu mótsins 12.09.2020ATH! Rástímarnir birtast á 5 mínútna fresti en þeir sem eru skráðir kl. 08:00 og 08:05 fara saman út kl. 08:00 – 08:10 og 08:15 fara saman út kl. 08:10 o.s.frv. Daginn fyrir mót verður réttur rástímalisti sendur á keppendur.

Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 13 efstu sætin og eru þau ekki af verri endanum:

 1. Gjafabréf með GolfSaga að verðmæti kr. 100.000 x2 – gildistími 5 ár
  GolfSaga ehf. hefur skipulagt golfferðir og golfskóla undanfarin 15 ár á mörgum af bestu golfsvæðum suður Spánar, þar með talið Costa Ballena, Montecastillo, Novo Sancti Petri, Alcaidesa, og Fairplay auk verða á Alicante svæðið/La Sella og ævintýraeyjuna La Gomera.
 2. Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 55.000 x2 – gildistími 5 ár
 3. Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 55.000 x2 – gildistími 5 ár
 4. Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 55.000 x2 – gildistími 5 ár
 5. Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 55.000 x2 – gildistími 5 ár
 6. Flug innanlands að eigin vali með Air Iceland Connect að verðmæti kr. 30.000 ásamt golfhring fyrir tvo hjá GA x2
 7. Gjafabréf hjá Örninn Golfverslun fyrir Sun Mountain speedcart V1 þriggja hjóla kerru kr. 32.990 x2
 8. Titleist ferðapoki að verðmæti kr. 29.900 og Demantskort að verðmæti kr. 24.950 x2
 9. Gjafabréf fyrir ECCO golfskóm að verðmæti kr. 30.000 x2
 10. Golfhringur fyrir fjóra á völlum GR að verðmæti kr. 45.000 og 5.000 kr. inneign hjá KH Klúbbhús x2
 11. Golfhringur fyrir fjóra á völlum GR að verðmæti kr. 45.000 og 5.000 kr. inneign hjá KH Klúbbhús x2
 12. Gjafabréf hjá Íslenskir karlmenn að verðmæti kr. 20.000 x2
 13. Gjafabréf hjá Íslenskir karlmenn að verðmæti kr. 20.000 x2

Allir keppendur frá afhenta teiggjöf frá Rolf Johansen & Co.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur – Skráning og mætingar í mót
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endugreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18:00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir harpa@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Rolf Johansen & Co.

Til baka í yfirlit